Léttir til á morgun
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir vestan 3-8 m/s og þokuloft eða súld, en norðaustan 5-10 og léttir til á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 10-15 m/s, en hægari vindur norðaustantil. Snjókoma eða slydda um mest allt land, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 4 stig við stöndina sunnantil.
Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:
Norðaustanátt og ofankoma norðan- og austanlands, en bjart með köflum suðvestantil. Víða vægt frost, en frostlaust við sjávarsíðuna.
Af www.vedur.is