Léttir til á morgun
Á Garðskagavita voru SA 4 og rúmlega 9 stiga hiti klukkan 8 í morgun.
Klukkan 6 i morgun var sunnanátt, víða 3-5 m/s, skýjað og súld eða dálítil rigning S- og SA-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Seyðisfirði.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg suðlæg átt og smáskúrir, en rigning í kvöld. Léttir til á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Bjartviðri norðaustantil, annars smáskúrir en dálítil rigning í kvöld. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast A-lands. Norðlægari á morgun og súld eða dálítil rigning NV-lands, en léttir til á S- og SV-landi