Léttir til á morgun
Í kvöld var vestlæg eða breytileg átt, víðast 3-8 m/s. Hálfskýjað eða skýjað og sums staðar smáskúrir. Hiti var 5 til 11 stig á láglendi.
Yfirlit: Yfir norðanverðu landinu er 1018 mb smálægð sem hreyfist A. Skammt SA af Jan Mayen er 1024 mb hæð sem þokast ASA og 1023 mb hæð er yfir Grænlandshafi.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hægviðri eða hafgola. Hálfskýjað eða skýjað og hætt við smá skúrum í flestum landshlutum. Léttir smám saman til á morgun, fyrst vestantil. Hiti á bilinu 5 til 16 stig, hlýjast til landsins.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað, en léttir smám saman til á morgun. Hiti yfirleitt 8 til 15 stig.
Yfirlit: Yfir norðanverðu landinu er 1018 mb smálægð sem hreyfist A. Skammt SA af Jan Mayen er 1024 mb hæð sem þokast ASA og 1023 mb hæð er yfir Grænlandshafi.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hægviðri eða hafgola. Hálfskýjað eða skýjað og hætt við smá skúrum í flestum landshlutum. Léttir smám saman til á morgun, fyrst vestantil. Hiti á bilinu 5 til 16 stig, hlýjast til landsins.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað, en léttir smám saman til á morgun. Hiti yfirleitt 8 til 15 stig.