Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Léttir til
Fimmtudagur 17. febrúar 2011 kl. 09:02

Léttir til

Austlæg átt, 5-13 m/s, hvassast syðst. Lítilsháttar rigning eða slydda fram á morguninn, en léttir síðan til. Hiti 0 til 5 stig, en vægt næturfrost í uppsveitum, segir Veðurstofa Íslands um veðrið við Faxaflóa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum og syðst á landinu, en annars hægari. Lítilsháttar slydda eða rigning norðvestanlands og sunnanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Léttir til suðvestanlands þegar líður á morguninn. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig, en víða vægt frost í innsveitum norðanlands.?

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:?Austanátt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Rigning sunnan- og suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Hlýnandi, hiti 1 til 7 stig um kvöldið, hlýjast sunnantil. ??Á sunnudag:?Austlæg eða breytileg átt og skúrir í flestum landshlutum, en rigning lengst af suðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig, en víða næturfrost fyrir norðan. ??Á mánudag og þriðjudag:?Norðaustlæg átt með éljum og frystir norðantil, en lengst af frostlaust sunnanlands og væta með köflum. ??Á miðvikudag:?Útlit fyrir hæglætisveður og frost um allt land.?