„Léttir okkur róðurinn“
„Það er mjög mikilvægt að Lánasjóður sveitarfélaga hafi tekið jákvætt í endurfjármögnun lána fyrir Reykjansbæ. Reykjanesbær fær nýtt 14 ára lán til að greiða afborganir á eldri lánum. Auk þess greiðir bærinn vexti vegna afborgana á eldri lánunum,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar um lánafyrirgreiðslu Lánasjóðs sveitarfélaga.
„Þetta léttir okkur róðurinn en við bíðum enn svara frá Depfha bank um 1,8 milljarðs kr. lán sem alltaf var gert ráð fyrir að framlengja. Þar eru menn þó komnir að samningaborði en við bíðum nú svara frá Depfa banka. Vonandi skýrast þau svör í þessum mánuði,“ segir Árni.
Reykjanesbær sótti um endurfjármögnun á tveimur afborgunum á tveimur lánum til Lánasjóðs sveitarfélaga 22. september sl.
„Aðalatriðið er nú sem fyrr að atvinnulífið fái að skapa tekjur. Þar bíða 2700 störf tilbúin“.