VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Mánudagur 21. júlí 2003 kl. 09:18

léttir aftur til í kvöld

Í morgun kl. 6 var hægviðri, skýjað og víða þokusúld eða dálítil rigning, einkum við ströndina. Hiti var 7 til 14 stig, hlýjast á Straumnesvita.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil rigning eða þokusúld, en hæg vestlæg átt og léttir smám saman til í kvöld og nótt. Hiti 10 til 15 stig.Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:

Suðaustlæg átt, 3-8 m/s austanlands, en annars hæg suðlæg eða breytileg átt. Þokusúld eða dálítil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en skýjað en úrkomulítið norðanaustantil. Léttir heldur til vestanlands í kvöld og nótt.
Dálítil rigning á austanverðu landinu á morgun en annars skýjað með köflum og smáskúrir. Hiti víða 10 til 15 stig, en allt að 18 norðaustantil að deginum.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25