Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léttir aftur til
Mánudagur 23. ágúst 2010 kl. 08:08

Léttir aftur til


Veðurspáin fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir norðaustan 5-13 í dag og skýjuðu með köflum. Lægir í kvöld og nótt, norðaustan 3-8 síðdegis á morgun. Hiti 10 til 15 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Norðan 8-15 m/s, skýjað og dálítil væta fram eftir morgni. Hiti 7 til 10 stig. Norðaustan 5-13 og léttir til eftir hádegi. Hiti 10 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustan 3-8 m/s og bjart með köflum, en skúrir NA-til og einnig syðst á landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast SV-lands.

Á fimmtudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en stöku skúrir austast. Hiti svipaður.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Áframhaldandi norðlæg eða breytileg átt og skúrir. Fremur svalt norðanlands, en hlýrra sunnantil.
----

Ljósmynd/elg – Þau eru oft fögur, síðsumarskvöldin á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024