Létt æfing fyrir Ljósanætur-flugeldasýninguna
Velunnarar Björgunarsveitarinnar Suðurnes hafa komið færandi hendi til sveitarinnar og gefið henni fullkominn stjórnbúnað fyrir flugeldasýningar. Búnaðurinn er fjarstýrður og sá fullkomnasti sem til er á landinu í dag. Búnaðurinn verður notaður til að skjóta upp flugeldasýningunni á laugardagskvöldi Ljósanætur. Sýningin er auglýst í dag í útvarpi sem stærsta flugeldasýning ársins á Íslandi.
Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes prófuðu búnaðinn í kvöld með því að bjóða upp á lítið sýnishorn af flugeldasýningunni sem verður á laugardagskvöldið. Óhætt er að segja sýningin í kvöld lofi góðu fyrir framhaldið. Sýningin í kvöld var á sjöundu mínútu en sagt er að góðar sýningar eigi að taka átta til tólf mínútur.
Nýju fjarstýringarnar virkuðu eins og til var ætlast en með þessum búnaði geta stjórnendur sýningarinnar verið allt að 800 metra frá skotpöllunum. Áður fyrr voru stjórnendur sýningarinnar í um 15 metra fjarlægð og því í mikilli hættu ef eitthvað færi úrskeiðis. Nú geta þeir sem setja upp sýningarnar hins vegar notið þeirra á meðal áhorfenda eftir að hafa ýtt einu sinni á rauða takkann...
Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes hafa verið síðustu tvær vikur að raða saman sýningunni á Ljósanótt, sem verður í boði Sparisjóðsins í Keflavík. Sparisjóðurinn fagnar 100 ára afmæli á árinu og það mun án efa sjást í sýningunni.
Í Vefsjónvarpi Víkurfétta hér á vf.is er myndband sem sýnir valda kafla úr flugeldaæfingunni sem var á Kambi í kvöld. Meira á laugardaginn...
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes prófuðu búnaðinn í kvöld með því að bjóða upp á lítið sýnishorn af flugeldasýningunni sem verður á laugardagskvöldið. Óhætt er að segja sýningin í kvöld lofi góðu fyrir framhaldið. Sýningin í kvöld var á sjöundu mínútu en sagt er að góðar sýningar eigi að taka átta til tólf mínútur.
Nýju fjarstýringarnar virkuðu eins og til var ætlast en með þessum búnaði geta stjórnendur sýningarinnar verið allt að 800 metra frá skotpöllunum. Áður fyrr voru stjórnendur sýningarinnar í um 15 metra fjarlægð og því í mikilli hættu ef eitthvað færi úrskeiðis. Nú geta þeir sem setja upp sýningarnar hins vegar notið þeirra á meðal áhorfenda eftir að hafa ýtt einu sinni á rauða takkann...
Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes hafa verið síðustu tvær vikur að raða saman sýningunni á Ljósanótt, sem verður í boði Sparisjóðsins í Keflavík. Sparisjóðurinn fagnar 100 ára afmæli á árinu og það mun án efa sjást í sýningunni.
Í Vefsjónvarpi Víkurfétta hér á vf.is er myndband sem sýnir valda kafla úr flugeldaæfingunni sem var á Kambi í kvöld. Meira á laugardaginn...
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson