Lét greipar sópa í heimahúsi
Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um innbrot í tvö heimahús í umdæminu í vikunni. Fyrra innbrotið átt sér stað með þeim hætti að rúða hafði verið brotin og gluggi síðan spenntur upp . Þjófurinn lét síðan greipar sópa og hafði á brott með sér sjónvarp, fartölvu, heimilistölvu, leikjatölvu, flakkara, hljómflutningstæki og tvo síma. Að auki ruslaði hann mikið til í íbúðinni og braut hurð að salerni. Í síðara tilvikinu var farið inn í hús með því að brjóta rúðu. Þaðan var stolið borðtölvu af gerðinni Apple, en önnur verðmæti svo sem hljóðfæri látin í friði.