Lét dólgslega í verslun og kallaði inn um bréfalúgu
Í morgunsárið í gær var kvartað undan ölvuðum manni sem var að kalla inn um bréfalúgu íbúðarhúss á Suðurnesjum. Lögreglumenn fjarlægðu manninn og komu honum til síns heima. Í hádeginu var maðurinn síðan kominn aftur á ferðina og lét dólgslega í verslun nokkurri og urðu lögreglumenn þá að taka hann úr umferð og fékk hann að sofa úr sér áfengisvímuna í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík.