Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lestrarmenning í Reykjanesbæ - Bæjarbúar velja bestu auglýsingarnar
Mánudagur 28. nóvember 2005 kl. 10:56

Lestrarmenning í Reykjanesbæ - Bæjarbúar velja bestu auglýsingarnar

Vorið 2003 hófst í Reykjanesbæ þróunarverkefnið Lestrarmenning í Reykjanesbæ.Þetta er þriggja ára þróunarverkefni sem hrundið var afstokkunum til að efla lestrarfærni og málskilning barna í bæjarfélaginu (2003-2006).Markmiðverkefnisinseraðfá allt samfélagið til að taka höndum samanumaðeflamál- og lesþroska barna, allt frá fæðingu til fullorðinsára.

Til þess að svo mætti verða hefur verið gripið til ýmissaráða,m.a. lestraráskorunar hjá fyrirtækjum, fyrirlestrahalds í karla- og kvennaklúbbum, ljóðalestrar í verslunum, skáldsögusamkeppni o.fl.. Verkefnið er sem sagt ekki bara bundið við skólana heldur unnið víða úti í samfélaginu.En samhliða áður nefndum samfélagsverkefnum hefur verið unnið á fullu innan leikskólanna og grunnskólanna í bænum að þessu verkefni.

Samfélagsverkefni þessa vetrar er m.a. gerð auglýsingaspjalda, þar sem fram kemur áróður fyrir auknum lestri.Nokkrum ungum listamönnum í Reykjanesbæ var boðið að taka þátt í hönnun auglýsingaspjaldanna og fengu þeir til þess algjörlega frjálsar hendur, þeim var þó bent á að markhópurinn væri ekki einungis börnin sjálf og unglingarnir heldur foreldrar, ömmur, afar, frændur og vinir, þ.e. þeir sem stjórna nánasta umhverfi barnanna.

Alls bárust 12 tillögur að auglýsingum og eru þær nú til sýnis í Kjarna, Hafnargötu 52 í Reykjansbæ.Bæjarbúum er nú boðið að taka þátt í vali þeirra auglýsinga sem prentaðar verða og eru þar til gerðir atkvæðaseðlar á staðnum.Farið er fram á að fólk velji 1., 2., og 3. sæti fyrir 15. des. n.k.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024