Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lest og lestur á bókasafninu í Sandgerði
Föstudagur 24. júlí 2020 kl. 10:01

Lest og lestur á bókasafninu í Sandgerði

Laugardaginn 25. júlí kl. 11.00 ætlar Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, að halda lestrastund í bókasafninu í Sandgerði. Eftir lesturinn mun lest keyra um í portinu fyrir framan bókasafnið þar sem að allir krakkar geta fengið að sitja í og rúnta um.

Heitt á könnunni fyrir fullorðna fólkið og við minnum á að allir íbúar Suðurnesjabæjar eiga rétt á gjaldfrjálsu bókasafnskorti.

Bókasafnið er opið á laugardögum í sumar frá kl.10.00 - 14.00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024