Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lesið um allan bæ í vetur
Föstudagur 29. október 2004 kl. 14:34

Lesið um allan bæ í vetur

Í næstu viku hefst annar áfangi í Þróunarverkefninu Lestarmenning í Reykjanesbæ, þriggja ára þróunarverkefni sem miðar að því að  fá allt samfélagið til að taka höndum  saman  um  að  efla  mál-  og lesþroska barna, allt frá fæðingu til fullorðinsára.

Yfirskrift verkefnisins í ár er „Lesið út um allan bæ“ og er þar, eins og í lestraráskoruninni í fyrra, unnið með lestur í fyrirtækjum bæjarins en nú í öðru formi.

Komið verður fyrir yfir 100 mismunandi ljóðum eftir fjölmörg skáld í stórmörkuðum bæjarfélagsins og geta viðskiptavinir rekist á þessi ljóð hér og þar í verslununum. Þetta er aðeins byrjunin því í desember munu bæjarbúar svo finna ljóð í verslunum við Hafnargötuna og í janúar verður ljóðin að finna í bönkum og opinberum stofnunum. Þannig verður hægt að lesa hin ýmsu ljóð um allan bæ í vetur. Verkefnisstjórnin vonar að þetta átak verði gestum og gangandi bæði til gagns og gamans. Með þessu vill verkefnisstjórn minna á nauðsyn lestrar og ekki síður þá ánægju sem lesturinn veitir.

Á kynningarfundi fyrir verkefnið voru einnig kynntir þrír bæklingar sem unnir hafa verið af Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæklingarnir eru til leiðbeiningar fyrir foreldra ungra barna og beina athygli þeirra að nauðsyn lestraruppeldis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024