Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lesendur vf.is vildu regn, þurrkar í kortunum
Mánudagur 9. júlí 2007 kl. 17:00

Lesendur vf.is vildu regn, þurrkar í kortunum

Það virðist sem meirihluta lesenda vf.is hafi verið fengir að fá nokkra dropa úr lofti síðustu daga. Þegar spurt var hvort kominn væri tími á rigningu svöruðu 53% lesenda því játandi til því það væri gott fyrir gróðurinn, sem var víða farinn að láta á sjá. 47% voru hins vegar á því að sólin skildi halda sínu striki og vildu ekki sjá rigningu. Alls tóku yfir 500 manns þátt í könnuninni.

 

Víst er að rigningin gerði gróðrinum gagn enda veitir ekki af, því samkvæmt spám er lítil eða engin úrkoma í kortunum á SV-horninu eins langt og spár ná, eða fram á helgi.

Þannig virðist ekkert lát á blíðviðrinu og fleiri sólardagar framundan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024