Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 7. nóvember 2002 kl. 13:34

Lesaðstaða fyrir háskólanema og aðgangur að tölvum í FS

Nú fer að líða að prófum hjá mörgum háskólanemanum. Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um möguleika háskólanema á lesaðstöðu hér í Reykjanesbæ. Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur brugðist vel við og gefur háskólanemum kost á lesaðstöðu fjögur kvöld í viku til kl. 22.00 þ.e. mánudags- til fimmtudagskvöld eða þau kvöld sem öldungadeild starfar. Nemarnir þurfa einungis að tilkynna sig til húsvarðar við komu í skólann.Á Bókasafni Reykjanesbæjar er einnig boðið upp á lesaðstöðu á opnunartíma safnsins. Þar eru einnig tölvur og prentari, auk tölvutenginga fyrir fartölvur.

Fræðslustjóri Rnb.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024