Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leoncie missti hárkolluna á sviði
Föstudagur 6. september 2002 kl. 23:54

Leoncie missti hárkolluna á sviði

Hinn landskunni tónlistarmaður, Leoncie, eða indverska prinsessan, fór skyndilega af sviðinu á útitónleikum í Reykjanesbæ í kvöld eftir að hafa fallið á sviðið og misst hárkollu sem hún bar á höfðinu. Söngkonan var í mikilli sveiflu og stemmningin var góð á svæðinu þegar söngkonan skyndilega þagnaði og steinlá á sviðinu. Skömmu áður hafði hún fengið dansfélaga á sviðið úr hópi áhorfenda. Ekki gátu Víkurfréttir fengið það staðfest hjá lögreglu hvort dansfélaginn átti þátt í því að söngkonan missti hárkolluna, en lögreglumenn voru á svæðinu þegar atvikið átti sér stað.Uppákoman var að vonum mjög vandræðaleg fyrir söngkonuna. Hún reyndi að fela andlit sitt og snéri baki í áhorfendur þegar hún afkynnti atriði sitt og fór af sviðinu.

Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, myndaði uppákomuna í kvöld. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar dansfélagi Leoncie afhendir henni hárkolluna eftir að hún hafði fallið í sviðið og var að standa upp að nýju. Litla myndin er hins vegar tekin þegar „allt var í blússandi gír“ á sviðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024