Lenti vegna matareitrunar

Farþegaþota þýska flugfélagsins Lufthansa lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Fimm af farþegum vélarinnar voru með matareitrun, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins. 
Farþegarnir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vélin var á á leið frá Newark í Bandaríkjunum til Munchen í Þýskalandi.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				