Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lenti utanvegar á Sandgerðisvegi
Fimmtudagur 28. október 2004 kl. 10:39

Lenti utanvegar á Sandgerðisvegi

Betur fór en á horfðist þegar bifreið lenti utan vegar á Sandgerðisvegi við Rockville rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Tvennt var í bílnum, sem lenti á þakinu eftir að hafa henst útaf veginum í hálkunni.

Tveir sjúkrabílar, lögreglubíll og tækjabíll Brunavarna Suðurnesja mættu á vettvang en fljótt varð ljóst að ekki þyrfti á honum að halda. Voru ökumaður og farþegi flutt á HSS til skoðunar, án alvarlegra áverka en nokkuð lemstruð.

Um sama leyti féll kona í hálku fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík þannig að á sama tíma var allt sjúkralið BS úti á vettvangi.

VF-myndir/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024