Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lenti utan vegar og slasaðist
Þriðjudagur 10. mars 2015 kl. 07:30

Lenti utan vegar og slasaðist

Ökumaður slasaðist þegar bifreið hans lenti utan vegar í mikilli hálku á Reykjanesbraut um helgina. Bifreiðin var stödd skammt sunnan við Grænásveg þegar ökumaðurinn missti stjórn á henni. Lenti hún á grjóti sem varð til þess að mikið högg kom á hana. Sjá mátti á hjólförum í snjónum að bifreiðin hafði farið nær 30 metra frá því að hún fór út af veginum og þar til hún stöðvaðist.

Ökumaðurinn fann fyrir verkjum í baki og hálsi og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.