Lenti undir bíl en slapp ómeidd
Lögreglan í Keflavík fékk síðdegis á laugardag tilkynningu um að ekið hefði verið á barn á Lyngmóa í Njarðvík. Sjúkralið og lögregla fór á staðinn þar sem sex ára stúlka á reiðhjóli hafði lent undir bifreið. Stúlkan var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hún fékk að fara heim skömmu síðar þar sem í ljós kom að hún var óslösuð. Segir lögregla að stúlkan hafi verið með reiðhjólahjálm er óhappið átti sér stað. Hjólið hennar skemmdist talsvert.
Þetta kemur m.a. fram í dagbók lögreglunnar í Keflavík. Dagbókin er eftirfarandi:Föstudagurinn 30. maí
Kl. 15:16 tilkynnti ökumaður sem var á ferð á Reykjanesbraut fyrir ofan Njarðvík að drasl hafi fokið á bifreið sína frá gámabifreið er hann mætti og urðu einhverjar skemmdir á bifreið hans. Leitað var að gámabifreiðinni en hún fannst ekki.
Tveir voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar á Reykjanesbraut og hinn á Grindavíkurvegi. Voru þeir báðir á 113 km. hraða.
Tveir voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Einn var kærður fyrir vanrækslu á að færa bifreið sína til skoðunar.
Kl. 21:20 stöðvaði lögregla bifreið á Sandgerðisvegi þar sem hraði hennar mældist 115 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 23:28 Stöðvaði lögregla bifreið á Njarðarbraut þar sem hraði hennar mældist á 87 km þar sem hámarkshraði er 50 km.
Laugardagurinn 31. maí
Kl. 00:29 stöðvaði lögregla ökumann í Sandgerði vegna stöðvunarskyldubrots.
Kl. 09:07 var tilkynnt um umferðarslys á Reykjanesbraut á Strandarheiði. Var þar um bílveltu að ræða en ökumaður sem var einn í bifreiðinni slapp ómeiddur. Bifreiðin var talsvert skemmd og var fjarlægð með dráttarbifreið. Mikil bleyta var á veginum.
Kl. 13:47 var tilkynnt um umferðarslys á Reykjanesbraut við Vogaveg. Þar var einnig um bílveltu að ræða og hafði bifreiðin oltið nokkrar veltur á veginum. Ökumaður var einn í bifreiðinni og var hann fluttur á Landsspítala-Háskólasjúkrahús. Hann var ekki alvarlega slasaður en skorinn og marinn. Bifreiðin var mikið skemmd og var hún fjarlægð með dráttarbifreið. Mikil bleyta var á veginum.
Kl. 15:13 var tilkynnt um umferðaróhapp á Strandgötu í Sandgerði. Þar hafði bifreið verið ekið á girðingu sunnan við Áhaldahúsið.
Kl. 16:55 var tilkynnt til lögreglu að loftpúði í bifreið hafi skyndilega sprungið út er bifreiðinni var ekið yfir steinvölu. Hafði loftpúði í vinstri framhurð þá sprungið út og á ökumann. Hann slapp ómeiddur en var mjög brugðið á eftir. Allt var á rúi og stúi inn í bifreiðinni sem er af Volkswagen Polo tegund.
Kl. 17:42 var tilkynnt um reyk í kofa í Grófinn þar sem skólagarðarnir voru. Fór slökkvilið og lögregla á staðinn og var eldurinn sem var lítill fljótt slökktur. Tveir drengir sáust hlaupa frá kofanum áður en reykurinn sást en ekki er vitað hverjir það voru.
Kl. 17:59 var tilkynnt um eld að Fífumóa 9, Njarðvík og fór slökkvilið og lögregla á staðinn. Þar hafði kviknað í potti á eldavél og urðu óverulegar skemmdir af völdum reyks í eldhúsinu.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðar ók á 139 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Kl. 20:03 var bifreið ekið á ljósastaur á Iðavöllum í Keflavík. Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofun Suðurnesja til aðhlynningar en hann hafði hlotið minniháttar meiðsl. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Sunnudagurinn 2. júní
Kl. 02:10 var lögregla kölluð á skemmtistaðnum Sjávarperlunni í Grindavík vegna þjófnaðar á jakka sem innihélt GSM síma og seðlaveski. Við leit í nágrenni skemmtistaðarins fannst jakkinn en síminn og veskið var horfið úr honum.
Á næturvaktinni voru nokkrir ökumenn færðir fyrir umferðarlagabrot. Einn var kærður fyrir ölvun við akstur, einn fyrir að aka án þess að hafa öðlast ökuréttindi og tveir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.
Kl. 11:12 var tilkynnt um skemmdarverk á tveimur bifreiðum í Moldarlág í Grindavík. Höfðu verið brotnar þarna rúður í tveimur bifreiðum.
Kl. 11:52 var tilkynnt um umferðaróhapp við Réttarholtsveg í Garði. Þar hafði barn tekið bifreið úr handbremsu og rann bifreiðin á tengikassa frá Hitaveitu Suðurnesja og skemmdi hann.
Kl. 14:53 var tilkynnt um slys í Keflavíkurhöfn. Þar hafði maður sem var á sæþotu í höfninni fallið af þotunni og var talið að lunga hans hafi fallið saman. Var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Var búið að ná honum um borð í norskt skip sem lá hér í höfninni er lögregla og sjúkralið komu á staðinn.
Tveir aðilar voru kærðir á dagvaktinni fyrir að mæta ekki með bifreiðar sínar til skoðunar á réttum tíma.
Kl. 21:45 var tilkynnt um umferðaróhapp á Aðalgötu við Hafnargötu í Keflavík. Þar hafði bifreið verið ekið á járngrindverk sem lokar af framkvæmdir við Hafnargötu. Skemmdir urðu á bifreiðinni og grindverkinu.
Kl. 22:21 fóru lögreglumenn á Kirkjuveg í Keflavík milli Tjarnargötu og Aðalgötu til að fylgjast þar með umferð. Talsvert hefur borið á kvörtunum frá íbúum á þessu svæði vegna ógætilegs aksturslags og hávaða frá ökutækjum sem eru að rúnta í bænum. Rúnturinn fer þessa dagana um þessa götu vegna framkvæmda á Hafnargötu. Lögreglumenn ræddu við ökumenn.
Kl. 22:55 var 35 ára ölvaður karlmaður af höfðuborgarsvæðinu handtekinn á einum veitingastað hér í Keflavík fyrir að njóta veitinga án þess að geta greitt fyrir þær. Fyrr um kvöldið hafði hann gert það sama á öðrum veitingastað í Keflavík. Að auki hafði hann bókað sig inn á hótel í Keflavík en var vísað þaðan út eftir að upp komst um svikin. Hann gistir nú fangageymslu vegna ölvunar á almannafæri.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot. Annar fyrir stöðvunarskyldubrot en hinn fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.
Mikil hátíðahöld fóru fram í Grindavík um helgina, Sjóarinn síkáti, og er skemmst frá því að segja að skemmtanahaldið fór einstaklega vel fram og eiga skipuleggjandur þakkir skyldar fyrir góða skipulagningu. Þarna var um mjög skemmtilega fjölskylduskemmtun að ræða og þarna mætti fjöldi manns til þess að njóta hátíðarhaldanna í frábæru verðri. Það er skoðun lögreglunnar að mannlífið á Suðurnesjum sé að gjörbreytast til hins betra og vill þakka það markvissri forvarnastefnu bæjaryfirvalda og lögreglunnar á svæðinu. Ekki má gleyma að þakka fólkinu sjálfu sem sótti þessi hátíðarhöld, en lögreglan þurfit ekki að hafa afskipti af einum einasta manni. Til hamingju Grindvíkingar með vel heppnaða fjölskylduskemmtun.
Þetta kemur m.a. fram í dagbók lögreglunnar í Keflavík. Dagbókin er eftirfarandi:Föstudagurinn 30. maí
Kl. 15:16 tilkynnti ökumaður sem var á ferð á Reykjanesbraut fyrir ofan Njarðvík að drasl hafi fokið á bifreið sína frá gámabifreið er hann mætti og urðu einhverjar skemmdir á bifreið hans. Leitað var að gámabifreiðinni en hún fannst ekki.
Tveir voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar á Reykjanesbraut og hinn á Grindavíkurvegi. Voru þeir báðir á 113 km. hraða.
Tveir voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti.
Einn var kærður fyrir vanrækslu á að færa bifreið sína til skoðunar.
Kl. 21:20 stöðvaði lögregla bifreið á Sandgerðisvegi þar sem hraði hennar mældist 115 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 23:28 Stöðvaði lögregla bifreið á Njarðarbraut þar sem hraði hennar mældist á 87 km þar sem hámarkshraði er 50 km.
Laugardagurinn 31. maí
Kl. 00:29 stöðvaði lögregla ökumann í Sandgerði vegna stöðvunarskyldubrots.
Kl. 09:07 var tilkynnt um umferðarslys á Reykjanesbraut á Strandarheiði. Var þar um bílveltu að ræða en ökumaður sem var einn í bifreiðinni slapp ómeiddur. Bifreiðin var talsvert skemmd og var fjarlægð með dráttarbifreið. Mikil bleyta var á veginum.
Kl. 13:47 var tilkynnt um umferðarslys á Reykjanesbraut við Vogaveg. Þar var einnig um bílveltu að ræða og hafði bifreiðin oltið nokkrar veltur á veginum. Ökumaður var einn í bifreiðinni og var hann fluttur á Landsspítala-Háskólasjúkrahús. Hann var ekki alvarlega slasaður en skorinn og marinn. Bifreiðin var mikið skemmd og var hún fjarlægð með dráttarbifreið. Mikil bleyta var á veginum.
Kl. 15:13 var tilkynnt um umferðaróhapp á Strandgötu í Sandgerði. Þar hafði bifreið verið ekið á girðingu sunnan við Áhaldahúsið.
Kl. 16:55 var tilkynnt til lögreglu að loftpúði í bifreið hafi skyndilega sprungið út er bifreiðinni var ekið yfir steinvölu. Hafði loftpúði í vinstri framhurð þá sprungið út og á ökumann. Hann slapp ómeiddur en var mjög brugðið á eftir. Allt var á rúi og stúi inn í bifreiðinni sem er af Volkswagen Polo tegund.
Kl. 17:42 var tilkynnt um reyk í kofa í Grófinn þar sem skólagarðarnir voru. Fór slökkvilið og lögregla á staðinn og var eldurinn sem var lítill fljótt slökktur. Tveir drengir sáust hlaupa frá kofanum áður en reykurinn sást en ekki er vitað hverjir það voru.
Kl. 17:59 var tilkynnt um eld að Fífumóa 9, Njarðvík og fór slökkvilið og lögregla á staðinn. Þar hafði kviknað í potti á eldavél og urðu óverulegar skemmdir af völdum reyks í eldhúsinu.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðar ók á 139 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Kl. 20:03 var bifreið ekið á ljósastaur á Iðavöllum í Keflavík. Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofun Suðurnesja til aðhlynningar en hann hafði hlotið minniháttar meiðsl. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Sunnudagurinn 2. júní
Kl. 02:10 var lögregla kölluð á skemmtistaðnum Sjávarperlunni í Grindavík vegna þjófnaðar á jakka sem innihélt GSM síma og seðlaveski. Við leit í nágrenni skemmtistaðarins fannst jakkinn en síminn og veskið var horfið úr honum.
Á næturvaktinni voru nokkrir ökumenn færðir fyrir umferðarlagabrot. Einn var kærður fyrir ölvun við akstur, einn fyrir að aka án þess að hafa öðlast ökuréttindi og tveir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.
Kl. 11:12 var tilkynnt um skemmdarverk á tveimur bifreiðum í Moldarlág í Grindavík. Höfðu verið brotnar þarna rúður í tveimur bifreiðum.
Kl. 11:52 var tilkynnt um umferðaróhapp við Réttarholtsveg í Garði. Þar hafði barn tekið bifreið úr handbremsu og rann bifreiðin á tengikassa frá Hitaveitu Suðurnesja og skemmdi hann.
Kl. 14:53 var tilkynnt um slys í Keflavíkurhöfn. Þar hafði maður sem var á sæþotu í höfninni fallið af þotunni og var talið að lunga hans hafi fallið saman. Var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Var búið að ná honum um borð í norskt skip sem lá hér í höfninni er lögregla og sjúkralið komu á staðinn.
Tveir aðilar voru kærðir á dagvaktinni fyrir að mæta ekki með bifreiðar sínar til skoðunar á réttum tíma.
Kl. 21:45 var tilkynnt um umferðaróhapp á Aðalgötu við Hafnargötu í Keflavík. Þar hafði bifreið verið ekið á járngrindverk sem lokar af framkvæmdir við Hafnargötu. Skemmdir urðu á bifreiðinni og grindverkinu.
Kl. 22:21 fóru lögreglumenn á Kirkjuveg í Keflavík milli Tjarnargötu og Aðalgötu til að fylgjast þar með umferð. Talsvert hefur borið á kvörtunum frá íbúum á þessu svæði vegna ógætilegs aksturslags og hávaða frá ökutækjum sem eru að rúnta í bænum. Rúnturinn fer þessa dagana um þessa götu vegna framkvæmda á Hafnargötu. Lögreglumenn ræddu við ökumenn.
Kl. 22:55 var 35 ára ölvaður karlmaður af höfðuborgarsvæðinu handtekinn á einum veitingastað hér í Keflavík fyrir að njóta veitinga án þess að geta greitt fyrir þær. Fyrr um kvöldið hafði hann gert það sama á öðrum veitingastað í Keflavík. Að auki hafði hann bókað sig inn á hótel í Keflavík en var vísað þaðan út eftir að upp komst um svikin. Hann gistir nú fangageymslu vegna ölvunar á almannafæri.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot. Annar fyrir stöðvunarskyldubrot en hinn fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.
Mikil hátíðahöld fóru fram í Grindavík um helgina, Sjóarinn síkáti, og er skemmst frá því að segja að skemmtanahaldið fór einstaklega vel fram og eiga skipuleggjandur þakkir skyldar fyrir góða skipulagningu. Þarna var um mjög skemmtilega fjölskylduskemmtun að ræða og þarna mætti fjöldi manns til þess að njóta hátíðarhaldanna í frábæru verðri. Það er skoðun lögreglunnar að mannlífið á Suðurnesjum sé að gjörbreytast til hins betra og vill þakka það markvissri forvarnastefnu bæjaryfirvalda og lögreglunnar á svæðinu. Ekki má gleyma að þakka fólkinu sjálfu sem sótti þessi hátíðarhöld, en lögreglan þurfit ekki að hafa afskipti af einum einasta manni. Til hamingju Grindvíkingar með vel heppnaða fjölskylduskemmtun.