Lenti með veikan farþega í Keflavík
Airbus A380, risafarþegaþota á tveimur hæðum frá Lufthansa, lenti á Keflavíkurflugvelli eftir hádegi í gær með veikan farþega. Um borð í vélinni voru 452 farþegar og áhöfn.
Þotan var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Houston í Bandaríkjunum þegar farþegi veiktist um borð. Vélinni, sem var suður af Íslandi, var þegar snúið til Keflavíkurfugvallar.
Sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja beið farþegans og kom honum á sjúkrahús en þotan hélt áfram ferðalaginu.
Meðfylgjandi myndir tók Bárður Sindri Hilmarsson af vélinni á Keflavíkurflugvelli í gærdag.