Lenti með veikan farþega
Þotu af gerðinni Airbus A340 var snúið til Keflavíkur vegna veikinda flugfarþega um borð í gærkvöldi. Farþeginn hafði fengið vægt hjartaáfall og ákvað flugstjórinn að lenda í Keflavík. Farþeginn var fluttu á sjúkrahús til skoðunnar. Vélin var að koma frá París og var á leið til Los Angeles.
Annað atvik átti sér stað um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þegar C130 hervél tilkynnti um bilun í glussakerfi vélarinnar fyrir utan Ísland. Ákvað flugstjórinn að lenda vélinni í Keflavík. Viðbragðsaðilar voru settir í viðbragsstöðu vegna þess, en vélin lenti áfallalaust á Keflavíkurflugvell. Farþegarnir og áhöfn, samtals 22, fóru á hótel í Keflavík.
Mynd: Airbusþota af sömu gerð og lenti í Keflavík í nótt