Miðvikudagur 17. janúar 2018 kl. 14:32
Lenti með vandamál í lendingarbúnaði
Flugturninn á Keflavíkurflugvelli tilkynnti í gær um gult óvissustig þegar inn kom til lendingar flugvél með vandamál í lendingarbúnaði. Fimm manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin vel og giftusamlega.