Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lenti í vindhviðu og skall á gangstétt
Föstudagur 5. október 2012 kl. 20:09

Lenti í vindhviðu og skall á gangstétt

Karlmaður á þrítugsaldri missti  stjórn á bifhjóli sem hann ók í Njarðvík í vikunni, kastaðist fram fyrir það og skall á gangstétt. Hann hlaut skrámur á fótleggjum og olnboga.

Óhappið varð með þeim hætti að maðurinn lenti skyndilega í vindhviðu, missti stjórn á hjólinu og lenti á gangstéttarkanti með ofangreindum afleiðingum. Lögregla og sjúkraflutningamenn á Suðurnesjum mættu á vettvang en maðurinn taldi ekki þörf á því að leita til læknis eftir atvikið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024