Lenti í Keflavík vegna gruns um hreyfilbilun
Þota frá bandaríska flugfélaginu Delta lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag vegna gruns um bilun í hreyfli.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta frá starfsmanni Flugmálastjórnar var vélin, sem er af gerðinni Boeing 767, á leiðinni frá Frankfurt vestur um haf með 77 farþega og áhöfn um borð. Viðvörunarljós, sem gaf til kynna að eldur væri í hægri hreyfli, kviknaði um kl. 15.20 og var því tekin sú ákvörðun að koma inn til lendingar. Við skoðun kom í ljós að ekkert amaði að hreyflinum.
Þegar þetta er skrifað er vélin enn á flugvellinum og er óljóst hvenær hún heldur ferð sinni áfram.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta frá starfsmanni Flugmálastjórnar var vélin, sem er af gerðinni Boeing 767, á leiðinni frá Frankfurt vestur um haf með 77 farþega og áhöfn um borð. Viðvörunarljós, sem gaf til kynna að eldur væri í hægri hreyfli, kviknaði um kl. 15.20 og var því tekin sú ákvörðun að koma inn til lendingar. Við skoðun kom í ljós að ekkert amaði að hreyflinum.
Þegar þetta er skrifað er vélin enn á flugvellinum og er óljóst hvenær hún heldur ferð sinni áfram.