Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lenti í Keflavík vegna drukkins farþega
Sunnudagur 9. janúar 2005 kl. 23:09

Lenti í Keflavík vegna drukkins farþega

Farþegaflugvél frá rússneska flugfélaginu Aeroflot, sem var á leið frá Toronto í Kanada til Moskvu, varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um klukkan níu í gærmorgun, eftir að drukkinn farþegi stofnaði til óláta um borð og reyndi að hefja átök við áhöfnina og aðra farþega.

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli var kölluð til og flutti hún manninn í fangageymslur í Keflavík þar sem hann hefur var látinn sofa úr sér.

Að sögn Reutersfréttastofunnar og rússnesku fréttastofunnar RIA Novosti, hafði útvarpsstöðin Ekho Moskvy eftir Irenu Danenberg, talsmanni flugfélagsins, að Kanadamaður af rússneskum ættum hefði verið með drykkjulæti um borð, reynt að stofna til áfloga og hrópað ókvæðisorð að áhöfn og farþegum. Flugstjórinn hefði þá gripið til þess ráðs að lenta á Íslandi. Morgunblaðið greindi frá þessu.

Ekho Moskvy hafði eftir farþega, að umræddur maður hefði verið 40-45 ára gamall, hegðað sér eins og brjálæðingur og slegið til yfirflugþjónsins.

Meðfylgjandi mynd var tekin af Rússanum þar sem hann sat á herbergi sínu á FlugHóteli í Keflavík í dag. VF-mynd: Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024