Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lenti í Keflavík með hjartveikan farþega
Miðvikudagur 5. september 2007 kl. 09:16

Lenti í Keflavík með hjartveikan farþega

DC 10 flugvél flugfélagsins Hollenska KLM, lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í nótt með hjartveikan farþega um borð. Talið er að farþeginn hafi fengið hjartaáfall og við það misst meðvitund. Læknir sem var um borð í vélinn fylgdist með líðan farþegans sem var kominn til meðvitundar er vélin lenti á Keflavíkurflugvelli. Vélin var á leið frá Montreal í Kanada til Amsterdam. Flugfarþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Vél af sömu tegund og lenti í Keflavík í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024