Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lenti eldsneytislaus í Keflavík
Innan við 8 lítrar af eldsneyti voru eftir á tönkum vélarinnar við lendingu. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 23. apríl 2014 kl. 09:11

Lenti eldsneytislaus í Keflavík

– Innan við 8 lítrar eftir á tönkum við lendingu

Lítil eins hreyfils flugvél af gerðinni Beechcraft Bonanza G36, sem var í ferjuflugi frá Grænlandi til meginlands Evrópu með millilendingu á Íslandi haustið 2010, var hætt komin. Áttu flugmennirnir aðeins eftir 3,8 l af eldsneyti á hvorum tanki eftir lendingu í Keflavík, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa um atvikið, sem greint er frá á mbl.is í morgun.
 
Vélin fór frá Syðri-Straumsfirði á Grænlandi og ætluðu flugmennirnir, sem voru tveir í vélinni, að millilenda í Kulusuk á austurströnd Grænlands til þess að taka eldsneyti en hættu við og settu stefnuna á Ísland, fyrst til Reykjavíkur en síðan á Keflavík. Þeir lentu í miklum mótvindi og ísingu og þegar tveir tímar voru í lendingu óttuðust flugmennirnir að eldsneytið dygði ekki alla leið. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024