Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Lenti aftur í Keflavík vegna bilunar í hjólabúnaði
    Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli um kl. 19 eftir að hafa hringsólað bæði yfir Faxaflóa og suður af landinu. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Lenti aftur í Keflavík vegna bilunar í hjólabúnaði
Laugardagur 21. maí 2016 kl. 19:44

Lenti aftur í Keflavík vegna bilunar í hjólabúnaði

Boeing 767 þotu Icelandair á leið frá Keflavík til Boston í Bandaríkjunum var snúið aftur til Keflavíkur skömmu eftir flugtak síðdegis þegar hjólabúnaður vélarinnar vinstra megin fór ekki upp eins og hann átti að gera. Þotan lenti svo aftur á Keflavíkurflugvelli um kl. 19 í kvöld án vandræða.

Um er að ræða nýja breiðþotu í flota Icelandair, þá sömu og glímdi við sömu bilun í Bandaríkjunum fyrr í vikunni.

Farþegarnir munu fara með annarri vél til Boston nú á eftir.

Myndirnar voru teknar þegar vélin kom inn til lendingar nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024