Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Fréttir

Lent með veikan farþega á Keflavíkurflugvelli
Þota Virgin Atlantic á Keflavíkurflugvelli í morgun. VF/Hilmar Bragi
Mánudagur 22. september 2025 kl. 10:47

Lent með veikan farþega á Keflavíkurflugvelli

Þotu Virgin Atlantic á leið frá Orlando í Bandaríkjunum til Manchester á Englandi var snúið til Keflavíkurflugvallar í morgunsárið vegna veikinda farþega um borð.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A350, var við flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun þar sem sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku á móti sjúklingnum og fluttu undir læknishendur.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Vélin fór svo frá Keflavík á tíunda tímanum og er nú að nálgast Bretlandseyjar.

Dubliner
Dubliner