Laugardagur 8. mars 2014 kl. 17:02
Lent með veikan farþega
Lenda þurfti farþegaflugvél á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda farþega. Flugvélin sem er frá UA var á leið frá Tel Aviv til Bandaríkjanna þegar farþeginn, bandarískur ríkisborgari á þrítugsaldri, veiktist. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Reykjavík.