HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Lent með veika farþega og ölvuðum vísað úr flugi
Laugardagur 9. febrúar 2019 kl. 18:11

Lent með veika farþega og ölvuðum vísað úr flugi

Lenda þurfti tveimur flugvélum á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda farþega. Í öðru tilvikinu var um ungan dreng að ræða og í hinum tilvikinu konu sem veiktust um borð í vélunum svo snúa varð þeim af leið og lenda hér. Voru þau flutt með sjúkrabifreiðum undir læknis hendur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum við að vísa ölvuðum manni úr flugi sem var á leið til Osló. Vegna dónalegrar framkomu sinnar var hann metinn óhæfur til að fara með vélinni og mátti hann una því.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025