Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lengsti dagur ársins á enda!
Laugardagur 22. júní 2002 kl. 00:47

Lengsti dagur ársins á enda!

Sumarsólstöður voru í gær, föstudaginn 21. júní. Það þýðir að í gær var lengstur sólargangur. Það virðist vera orðin hefð á þessum degi að fólk safnist saman á Garðskaga til að horfa á sólina setjast á bakvið Snæfellsnesfjallgarðinn. Hópur fólks var á Garðskaga á miðnætti og fylgdist með því sjónarspili þegar sólin fór á bakvið fjöllin.Sólin er ekki lengi á bakvið fjöllin. Þegar þetta er skrifað rúmum 40 mínútum eftir sólsetur er í raun stutt í að sólin komi aftur upp. Það er líka ágætis veðurspá fyrir laugardaginn en hún er eftirfarandi:

Veðurhorfur næsta sólarhring: Hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað. Hiti 10 til 17 stig að deginum, en 5 til 10 stig í nótt.

Meðfylgjandi mynd er tekin við gamla Garðskagavitann þegar sólin var í þann mund að setjast. Ljósmyndarinn í forgrunninn smellti mynd af togara sem göslaði inn Faxaflóann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024