Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lengsta eldgos aldarinnar
Eldstöðin í Fagradalsfjalli í gærdag. Mynd: Styrmir Geir Jónsson
Fimmtudagur 16. september 2021 kl. 12:04

Lengsta eldgos aldarinnar

Þau tímamót eiga sér stað í eldgosinu í Fagradalsfjalli í dag að eldgosið er orðið það langlífasta eldgos á Íslandi á 21. öldinni. Það er Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands sem vekur athygli á þessum tímamótum með færslu á Facebook.

Í dag er 181 dagur liðinn síðan gosið hófst þann 19. mars. Þar með er eldgosið orðið langlífara en eldgosið í Holuhrauni, sem varði í 180 daga. Gosið þar hófst 31. ágúst 2014 og lauk 27. febrúar 2015.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Yfirborðsvirknin í Geldingadölum hefur fallið niður í nokkur skipti en engar vísbendingar eru um að goslok séu framundan. Viðbúið er að gosið verði ansi langlíft, segir í færslunni á Facebook

Surtseyjareldar eru almennt taldir langlífasta eldgos Íslandssögunnar. Eldgosið þar stóð yfir með hléum frá nóvember 1963 fram í júní 1967.