Lengra skólaár í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Reykjanesbær samþykkti nýverið lengingu starfsárs Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá og með næsta hausti, í samræmi við nýja kjarasamninga tónlistarskólakennara og er þetta fyrri áfangi af tveimur í lengingu skólaársins á gildistíma kjarasamningsins. Þetta þýðir að næsta haust mun kennsla í Tónlistarskólanum hefjast þriðjudaginn 27. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á vefsvæði Reykjanesbæjar.Vegna þessa þarf að breyta innritunartíma nemenda frá því sem verið hefur, á þann hátt að innritað verður nú í maí fyrir skólaárið 2002-2003.
Innritun fyrir nemendur sem nú þegar eru í skólanum, verður fimmtudaginn 30. maí og föstudaginn 31. maí frá kl.12.00 -18.00. Rétt er að benda á að þeir sem ekki innrita sig á þessum dögum eiga það á hættu að missa af skólavist.
Innritun fyrir nýja nemendur verður mánudaginn 3. júní frá kl.12.00 -18.00
Innritun fer fram á skrifstofu skólans á Austurgötu 13. Við innritun nemenda frá fyrra skólaári, skal ganga frá greiðslu staðfestingargjalds, kr. 7000.- fyrir hvern nema.
Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Innritun fyrir nemendur sem nú þegar eru í skólanum, verður fimmtudaginn 30. maí og föstudaginn 31. maí frá kl.12.00 -18.00. Rétt er að benda á að þeir sem ekki innrita sig á þessum dögum eiga það á hættu að missa af skólavist.
Innritun fyrir nýja nemendur verður mánudaginn 3. júní frá kl.12.00 -18.00
Innritun fer fram á skrifstofu skólans á Austurgötu 13. Við innritun nemenda frá fyrra skólaári, skal ganga frá greiðslu staðfestingargjalds, kr. 7000.- fyrir hvern nema.
Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar