Lengd viðvera fatlaðra grunnskólabarna
Á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur óskaði sviðsstjóri félagsþjónustu-og fræðslusviðs eftir heimild fyrir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna í 5.- 10. bekk.
Bæjarráð samþykkti tillöguna og lagði til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð kr. 2.200.000, sem komi til lækkunar á handbæru fé.
Bæjarráð felur sviðsstjóra og skólastjóra grunnskólans að leggja fram tillögu að framtíðarfyrirkomulagi lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna í 5.- 10. bekk í samráði við foreldra, segir í fundargerð frá fundi bæjarráðs.