Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 25. október 2000 kl. 11:19

Lélegt hjá línubátum

Að sögn Árna Sigurpálssonar, vigtarmanns í Sandgerði, réru flestir bátarnir um helgina en uppskáru ekki árangur erfiðis síns. Netabátarnir fengu lítinn afla og afli fór upp í rúm tvö tonn hjá litlu línubátunum, mest var af þorski og ýsu. „Línubáturinn Sigþór er búinn að landa 2 sinnum 7 tonnum í vikunni. Haukur landaði á mánudag nálægt 100 tonnum, mest af karfa“, sagði Árni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024