Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Léleg kjörsókn í Reykjanesbæ
Laugardagur 8. október 2005 kl. 19:45

Léleg kjörsókn í Reykjanesbæ

Klukkan níu í morgun opnuðu kjörstaðir í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði en kosið er um sameiningu þessa þriggja sveitarfélaga. Svo virðist sem að meiri áhugi sé á kosningunum í Garði og Sandgerði en í Reykjanesbæ. Um 30% kjörsókn var í Garði og Sandgerði um klukkan 15 í dag en rétt um 5% í Reykjanesbæ sem verður að teljast dræm þátttaka í ljósi þess að í forsetakosningunum var fjórfalt meiri kjörsókn á sama tíma. Ottó Jörgensen formaður yfirkjörstjórnar í Reykjanesbæ segir áhugaleysi ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn.

En það eru fleiri á Suðurnesjum sem standa í kosningum því Vatnsleysustrandarhreppur kýs nú um það hvort sameinast eigi Hafnarfirði. Þar var 44% kjörsókn um klukkan 16 í dag en í Hafnarfirði var dræm kjörsókn eða aðeins 6% um klukkan 15.

Kjörstaðir eru opnir til klukkan tíu í kvöld nema í Vatnsleysustrandarhreppi en þar lýkur kosningum klukkan 20:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024