Lekur olía úr flaki Guðrúnar Gísladóttur KE við Lófót í Noregi?
Sjónarvottur segist hafa séð stóran olíuflekk á haffletinum á þeim slóðum sem fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir KE sökk nærri Ballstad á Lófóteyjum við Norður Noreg. Á vefsíðu Lofotposten er greint frá því í kvöld að sjónarvottur hafi greint frá olíuflekk sem var um 50x50 metrar. Ekki var vitað hvað flekkurinn var þykkur.Flak Guðrúnar Gísladóttur KE liggur á um 40 metra dýpi á þessum slóðum og um borð í skipinu eru 3000 lítrar af hráolíu og tvö tonn af smurolíu.
Mengunarvarnir Noregs höfðu ekki haft spurnir af olíuflekknum þegar Lofotposten hafði samband við þær í kvöld. Fulltrúar þeirra fylgjast vel með ástandinu á svæðinu.
Mengunarvarnir Noregs höfðu ekki haft spurnir af olíuflekknum þegar Lofotposten hafði samband við þær í kvöld. Fulltrúar þeirra fylgjast vel með ástandinu á svæðinu.