Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 22. ágúst 2000 kl. 12:39

Lekur lúðuveiðari dreginn til Sandgerðis

Björgunasrkipið Siggi Guðjóns kom með lúðuveiðarann Sólborgu RE 22 í togi til Sandgerðis undir miðnætti í gær. Siggi Guðjóns tók við bátnum frá togaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK utan við Sandgerði. Varðskipið Ægir fylgdi bæði togaranum og lúðuveiðaranum að Sandgerði.Hjálparbeiðni barst frá Sólborgu RE um kl. 14 í gærdag en þá vöknðu áhafnarmeðlimir, sem voru tveir, í ökladjúpum sjó í káetu. Þá var lestin orðin hálffull af sjó og vélin á kafi í vélarrúmi. Varðskipið Ægir var kallað til hjálpar og einnig björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein. Eldur kom upp í björgunarskipinu sem varð að snúa frá vegna þess. Þeir fengu þó lánaðan slökkvibúnað í varðskipinu. Það var síðan dótturbátur Hannesar sem sótti Sólborgu RE út að togaranum og tók hana í tog til hafnar í Sandgerði. Þar biðu slökkvilið Sandgerðis og kafari eftir því að dæla sjó úr bátnum og til að þétta rifu sem talin var vera við skrúfuöxl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024