HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Þriðjudagur 22. ágúst 2000 kl. 12:39

Lekur lúðuveiðari dreginn til Sandgerðis

Björgunasrkipið Siggi Guðjóns kom með lúðuveiðarann Sólborgu RE 22 í togi til Sandgerðis undir miðnætti í gær. Siggi Guðjóns tók við bátnum frá togaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK utan við Sandgerði. Varðskipið Ægir fylgdi bæði togaranum og lúðuveiðaranum að Sandgerði.Hjálparbeiðni barst frá Sólborgu RE um kl. 14 í gærdag en þá vöknðu áhafnarmeðlimir, sem voru tveir, í ökladjúpum sjó í káetu. Þá var lestin orðin hálffull af sjó og vélin á kafi í vélarrúmi. Varðskipið Ægir var kallað til hjálpar og einnig björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein. Eldur kom upp í björgunarskipinu sem varð að snúa frá vegna þess. Þeir fengu þó lánaðan slökkvibúnað í varðskipinu. Það var síðan dótturbátur Hannesar sem sótti Sólborgu RE út að togaranum og tók hana í tog til hafnar í Sandgerði. Þar biðu slökkvilið Sandgerðis og kafari eftir því að dæla sjó úr bátnum og til að þétta rifu sem talin var vera við skrúfuöxl.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025