Léku lausum hala á golfvelli
Hópur hrossa, sem sloppið hafði úr girðingu, lék lausum hala á golfvelli Grindavíkur í fyrradag. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um hrossin sem reyndust vera fimmtán talsins.
Haft var símasamband við eigandann sem ætlaði að sjá um að koma hrossunum aftur í girðinguna.
Talsverðar skemmdir eru taldar hafa orðið á að minnsta kosti tveimur brautum vallarins.