Leituðu skjóls á Stakksfirði
Fjölmörg fjölveiðiskip leituðu vars á Stakksfirði utan við Reykjanesbæ í morgun þegar versta veðrið gekk yfir.
Stormlægðirnar eru orðnar 40 talsins frá 1. nóvember í fyrra og þegar slæm veður ganga yfir hafa skipin oft leitað skjóls fyrir mestu veðrunum skammt undan landi á Stakksfirði.
Fremstur á myndinni er Ísleifur VE og hann var greinilega kjaftfullur af loðnu.
VF-mynd: Hilmar Bragi