Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leituðu að barni í Grindavíkurhrauni eftir bílveltu
Fimmtudagur 14. apríl 2011 kl. 11:09

Leituðu að barni í Grindavíkurhrauni eftir bílveltu

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn valt og endaði utan vegar. Ekki er vitað ástæður bílveltunnar né um ástand ökumannsins en bíllinn var hins vegar óökufær eftir veltuna og ökumaður fluttur á sjúkrahús. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar lögregla og sjúkraflutningamenn mættu á slysstað sáu þeir barnabílstól um 50 metra frá bílnum og var byrjað strax að leita í hrauninu að barni sem gæti hafa verið í bílnum. Þeir fengi hins vegar staðfestingu stuttu seinna um að ökumaður hefði verið einn í bílnum og þá var leit hætt.

VF-Myndir: Siggi Jóns - [email protected]

Barnabílstóllinn kastaðist um 50 metra frá bílnum en ökumaður var einn í bílnum.