Leitin hafin að Ljósalaginu
Reykjanesbær hefur hafið leitina að Ljósalaginu 2005, en sem fyrr verður lagið valið í sönglagakeppninni Ljósalagið. Sigurlag keppninnar verður notað sem einkennislag fyrir Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, sem haldin er fyrstu helgina í september. Ekki er verið að leita sérstaklega að lagi sem hefur einhverja skírskotun í Ljósanótt, heldur einungis góðu dægurlagi.
Vegleg verðlaun eru í boði:
1. verðlaun kr. 400.000
2. verðlaun kr. 150.000
3. verðlaun kr. 100.000
Verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrir 24. júní 2005. Laginu skal skilað undir dulnefni á geisladiski eða hljómsnældu og textanum á blaði, en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi. Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að finna á vef Reykjanesbæjar.
www.reykjanesbaer.is.
www.ljosanott.is
[email protected]