Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 17. júlí 2001 kl. 17:04

Leitin að mönnunum tveimur heldur áfram

Skipbrotsmennirnir af rækjubátnum Unu í Garði komu til Blönduóss um kl þrjú í dag. Þeir sem björgðust voru skipstjórinn, vélstjórinn, stýrimaðurinn og 11 ára sonur hans. Mennirnir voru allir við góða heilsu þegar þeim var bjargað. Tveggja er enn saknað.Að sögn talsmanns Landhelgisgæslunnar stendur leitin af mönnunum tveimur sem saknað er enn yfir og var þyrlan TF-LÍF send á vettvang. Hún hefur þegar fundið bauju sem sem skipverjar Unu í Garði settu út og var fyrsta vísbending um að skipið hefði farist en það var gervihnöttur sem nam merki baujunnar kl. 03.58 í nótt.
Það var rækjubáturinn Húni HU-62 mönnunum til bjargar sem höfðu þá verið í sjónum um fimm klukkustundir. Ekki er enn kunnugt hvað olli slysinu. Merki fóru að berast frá neyðarsendi um fimmleytið í morgun og af þeim var aðeins hægt að ráða hvaðan það kom en ekki frá hverjum. Óskaði þá Landhelgisgæslan eftir því að flugvél Flugmálastjórnar yrði send til að leita að bátnum. Vélin fór í loftið um sexleytið og fjörtíu mínútum síðar fundust tveir gúmmbjörgunarbátar norður af Málmey í Skagafirði. Skipverjar höfðu komið sér fyrir í öðrum þeirra og voru þeir oðrnir kaldir þegar þeir náðust en ómeiddir.
Gott veður var þegar slysið varð 3-4 gömul vindstig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024