Leitin að Ljósahúsi Reykjanesbæjar stendur yfir
Frá árinu 2000 hefur Reykjanesbær staðið fyrir leiknum Ljósahús Reykjanesbæjar þar sem veittar eru viðurkenningar fyrir jólaskreytingar utandyra á aðventu.
Veittar eru viðurkenningar í flokkunum:
Ljósahús 1. - 3. sæti
Fallegasta skreytta raðhúsið
Fallegasta skreytta fjölbýlishúsið
Fallegasta heildarmynd götu
Fallegasti jólaglugginn
Einnig hafa verið veittar viðurkenningar fyrir sérstakt jólahús.
Íbúar geta komið tilnefningum til skila á netfangið [email protected] en sérstakar dómnefndir taka afstöðu til þeirra.