Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leitin á sér engin fordæmi - myndir frá vettvangi í Grindavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 12. janúar 2024 kl. 20:35

Leitin á sér engin fordæmi - myndir frá vettvangi í Grindavík

Eins og komið hefur fram hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekið þá ákvörðun að hætta leit að manninum sem féll í sprungu í Grindavík á miðvikudagsmorgun.

Slysavarnafélagið Landsbjörg sendir aðstandendum hans dýpstu samúðarkveðjur. Það er björgunaraðilum afar þungbært að þurfa að hverfa frá leitinni án árangurs.

Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum, segir í frétt frá Landsbjörgu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi eru ljósmyndir sem teknar voru við leitina í sprungunni.

Hér að neðan má sjá myndir á sama stað þegar Víkurfréttir tóku viðtal við húseigandann 28. nóvember 2023. 

Björgunarsveitin Þorbjörn sendi frá sér tilkynningu: