Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leitarhundur frá Suðurnesjum tók þátt í leit af danskri konu
Miðvikudagur 10. júlí 2002 kl. 14:24

Leitarhundur frá Suðurnesjum tók þátt í leit af danskri konu

Leitarhundur frá Björgunarsveitinni Suðurnes tók þátt í leit af rúmlega þrítugri danskri konu sem tíndist í grennd við Þorlákshöfn í gær. Björgunarsveitin Mannbjörg frá Þorlákshöfn fann síðan konuna um kvöldið, kl.22:30, fyrir ofan Hlíðarenda við Þorlákshöfn. Var hún við góða heilsu og amaði ekkert að henni enda vel búin til gönguferða. Björgunarsveitarmenn fóru með konuna til byggða.

Leitarhundar frá Suðurnesjum eru mjög oft teknir með í leitir af fólki úti á landi og standa þeir alltaf fyrir sínu enda vel þjálfaðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024