Leitað til Verslunarmannafélagsins við að rifta samningum við Eskimo models
Þó nokkrir hafa leitað aðstoðar Verslunarmannafélags Suðurnesja við að rifta samningum við Eskimo models. „Við höfum ekki komið neinu í gang en erum að skrá niður nöfn þeirra sem leita til okkar,“ sagði Guðbrandur Einarsson, hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Málið verður því væntanlega lagt fyrir lögfræðing sem mun reyna að fá samningnum rift.
Samkvæmt Guðbrandi er fólk slegið yfir þessum samningi og það hafi ekki gert sér grein fyrir því hvernig málin væru í stakk búin. Sér í lagi þegar litið er til þess að samningarnir uppfylla ekki lámarkskröfur um launakjör. Auk þess sé fólk ekki slysatryggt og þurfi að bera töluverða ábyrgð á leikmunum.
Tugir Suðurnesjamanna og hundruð Íslendinga eru ótryggðir með um tvöhundruð krónur á tímann fyrir leik sinni í kvikmyndinni Flags of Our Fathers sem verður tekinn upp hér á landi innan fárra daga.
Enginn ætti að skrifa undir samning á borð við þann sem Eskimo models gerði við hundruð aukaleikara í mynd Clint Eastwoods sem nú er verið að taka upp á Reykjanesi, segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ í fréttum Bylgjunnar og tekur undir orð Guðbrands.
Hjá Alþýðusambandi Íslands stendur yfir átak gegn undirboðum á vinnumarkaði en þar hafa menn reynt að koma í veg fyrir að erlendum verkamönnum séu greidd lægri laun en íslenskir kjarasamningar segja til um. Halldór Grönvold, segir þetta að nokkru leyti sambærilegt því í þessu tilfelli sé sannanlega um að ræða fyrirtæki sem bjóði upp á starfskjör og laun sem sé ekki í neinu samræmi við það sem gildi á íslenskum vinnumarkaði.
Samkvæmt Guðbrandi er fólk slegið yfir þessum samningi og það hafi ekki gert sér grein fyrir því hvernig málin væru í stakk búin. Sér í lagi þegar litið er til þess að samningarnir uppfylla ekki lámarkskröfur um launakjör. Auk þess sé fólk ekki slysatryggt og þurfi að bera töluverða ábyrgð á leikmunum.
Tugir Suðurnesjamanna og hundruð Íslendinga eru ótryggðir með um tvöhundruð krónur á tímann fyrir leik sinni í kvikmyndinni Flags of Our Fathers sem verður tekinn upp hér á landi innan fárra daga.
Enginn ætti að skrifa undir samning á borð við þann sem Eskimo models gerði við hundruð aukaleikara í mynd Clint Eastwoods sem nú er verið að taka upp á Reykjanesi, segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ í fréttum Bylgjunnar og tekur undir orð Guðbrands.
Hjá Alþýðusambandi Íslands stendur yfir átak gegn undirboðum á vinnumarkaði en þar hafa menn reynt að koma í veg fyrir að erlendum verkamönnum séu greidd lægri laun en íslenskir kjarasamningar segja til um. Halldór Grönvold, segir þetta að nokkru leyti sambærilegt því í þessu tilfelli sé sannanlega um að ræða fyrirtæki sem bjóði upp á starfskjör og laun sem sé ekki í neinu samræmi við það sem gildi á íslenskum vinnumarkaði.