Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leitað til fjögur í nótt ef til þarf
Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 23:16

Leitað til fjögur í nótt ef til þarf

Reiknað er með að leit björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að tveimur erlendum kajakræðurum sem hugðust róa frá Garðaskaga til Snæfellsness í gær standi til fjögur í nótt ef þeir finnast ekki fyrir þann tíma. Bjart er úti og aðstæður til leitar ágætar.

Björgunarsveitarmenn á bátum munu þræða þá leið sem kajakræðarnir sögðust ætla að fara, allt frá Garðskaga og vestur á Snæfellsnes. Þyrla Landhelgisgæslunar Gná hyggst einnig fljúga þá leið í leit að fólkinu.

Um er að ræða karl og konu sem munu vera mjög vön kajaksiglingum en þau hugðust verða fyrst til þess að þvera Faxafóa á kajak. Allir sem kunna að hafa séð til fólksins við landið frá því í gærmorgun eru beðnir um að láta lögreglu vita í gegnum Neyðarlínuna 112.

 

Mynd: Björgunarbátar í fjörunni í Garði nú í kvöld. Stærri bátar fóru til leitar Faxaflóa og lögðu upp frá Garði á tíunda tímanum í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024